Skvísur í skúrnum

félag skapandi fólks

UM OKKUR

Til að kynna okkur í stuttu máli, þá erum við hópur sem byrjaði upphaflega sem nokkrar vinkonur í bílskúr að gefa sér tíma fyrir skapandi vinnu og leik. Þessir fundir þróuðust á stuttum tíma yfir í sístækkandi hóp alls kyns fólks sem hittist í hverjum mánuði og leggur iðju að skapandi verkum, til að mynda ljósmyndun, myndlist, skapandi skrifum, tónlist eða leiklist.

Markmið okkar

Við leggjum upp með að fólk gefi sér tíma til að rækta sköpunargleðina innra með sér, hvort sem það er hreinlega að gefa sjálfum sér tíma, brjóta upp hversdagsleikann, finna ný sjónarmið eða bara fá útrás. Þá er það okkar markmið að hafa gaman og gefa lífinu lit en einnig búa til öflugt félagsstarf sem stuðlar að skapandi umhverfi. 

Fylgstu með okkur