Andrea Valgerður
Andrea er listamaður frá Ísafirði en hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist árið 2021. Í verk sín nýtir hún texta og teikningar til að takast á við hversdagsleikann og hið persónulega svo eitthvað sé nefnt.
——————
Andrea hefur sett upp sýningar og tekið þátt í ýmsum skapandi verkefnum á Vestfjörðum. Árið 2016 var hún verkefnastjóri listahátíðarinnar LÚR en hátíðin lagði áherslu á að koma ungum listamönnum á Vestfjörðum á framfæri. Hún útskrifaðist úr Lýðskóla Flateyrar árið 2019 og var þar á meðal fyrstu nemenda skólans. Hún hefur haldið tengslum við bæinn og stýrði meðal annars vegglistasmiðju sem var partur af sýningunni trimblur á tromblunum sem sett var upp á Flateyri á síðasta ári.