SNjóa leysir í leyni: Samsýning
7.mars - 21.mars 2024
Snjóa leysir í leyni er fyrsta samsýning SÍS. Þema samsýningarinnar verður vorið,
þar sem við sendum ákall á árstíðaskipti, hlýju og blómstrandi náttúru.
móðir VOR!
Þú sem ert á jörðu.
Helgist þitt nafn,
Til komi þitt ríki, svo á jörðu sem í lofti.
Gef oss í dag VORa daglega birtu,
Fyrirgef oss VORar skuldir,
Svo sem vér og fyrirgefum VORum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í frysti, heldur frelsa oss frá kuli.
Því að þín er gleðin, náttúran og dýrðin að eilífu!
ÁRSTÍÐIR
Boðið verður upp á léttar veitingar
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest til að kalla vorið inn!
“Sælureitir, sumarblíða.
Hversu lengi á ég að bíða?
Umferðarteppa,
Heimskreppa,
Snjóa leysir í leyni.
VORIÐ mýkir kulið kalda,
fuglasöngur, blómaskraut.
Tryggð greiðsla fargjalda,
Ferðalag á vetrarbraut.”
— Anný Tinna Aubertsdóttir